1. Home
  2. TeleMed
  3. Að stofna og hefja fjarviðtal með TeleMed

Að stofna og hefja fjarviðtal með TeleMed

TeleMed leiðbeiningar

Þessar leiðbeiningar fara yfir notkun á TeleMed í PMO sjúkraskrárkerfinu hjá veitendum heilbrigðisþjónustu.

Til bóka fjarviðtal fyrir sjúklinga er byrjað á að bóka tíma eins og um venjulega tímabókun væri að ræða

Sá sjúklingur sem á að fá fjarviðtal er bókaður inní tíman.

Skrá þarf tíman undir kennitölu sjúklings eða þess aðila sem mun auðkenna sig í viðtalið með rafrænum skilríkjum.

Næst þarf að skrá tegundina sem fjarviðtal.

Bókuninni er síðan vistað.Eftir að bókun hefur verið vistuð getur tekið nokkrar mínútur áður en fjarviðtalið er aðgengilegt.

Þegar sjúkraskrá sjúklings er opnuð er takki fyrir fjarviðtalinu orðinn virkur með textanum “Opna fjarviðtal”

Ef búið er að vista bókun með fjarviðtali en textinn “Ekkert fjarviðtal bókað” kemur ennþá getur þurft að smella á pílurnar við hlið takkans til að uppfæra stöðuna. Það getur tekið nokkrar mínútur fyrir fjarviðtalið að vera aðgengilegt eftir að tímabókun hefur verið skráð. Ef viðtal verður ekki virkt, bíðið í smá stund og smellið aftur á pílurnar þar til viðtalið verður virkt.

Þegar fjarviðtal er að hefjast er smellt á takkann “Opna fjarviðtal”.

Við það opnast nýr gluggi með fyrir fundarherbergi með fjarviðtalinu. Þegar sjúklingur hefur auðkennt sig inní viðtalið gegnum heilbrigdi.is tengist hann sjálfkrafa við rétt fundarherbergi og viðtal getur hafist.

Updated on June 9, 2021

Was this article helpful?

Related Articles