Hvernig prenta ég nótu?
Leiðbeiningar þessar lýsa því hvernig nóta er prentuð í PMO.
Byrjaðu á að opna nóturnar með því að tvísmella á “Stofunótur”
Því næst smellirðu á nótuna sem ætlunin er að prenta
Og smellir á takkann “Sýna”
Því næst er hægt að smella á prentara takkann
Ef þú ert með fleira en eitt sniðmát fyrir prentun þá kemur valmynd til að velja prentsniðmát. Veldu sniðtmátið sem nota skal og smelltu á prenta
Ef þessi gluggi birtist ekki þá er aðeins eitt sniðmát uppsett og engin þörf á að velja neitt.
Nú er hægt að velja þann prentara sem prenta skal nótuna á og smella á “Í lagi”