1. Home
  2. PMO fyrir byrjendur
  3. Leiðbeiningar fyrir rafrænar tilvísanir
  1. Home
  2. PMO Leiðbeingar
  3. Leiðbeiningar fyrir rafrænar tilvísanir

Leiðbeiningar fyrir rafrænar tilvísanir

Hvernig virka rafræn tilvísun?

Rafræn tilvísun eru send rafrænt í gegnum rafræna samskiptagátt Landlæknis. PMO tengist þessari
gátt í gegnum alhliða rafrænan samskiptaþjón sem kallast Bifröst. Allt þetta fer fram á bak við tjöldin
svo notandinn þarf einungis að hugsa um að skrifa efni skeytisins og velja réttan aðila til að senda á.

Hvernig á að skoða rafræn tilvísanir í PMO?

Rafræn tilvísun er meðhöndlað á sama hátt og önnur skjöl í PMO. Þau eru aðgengileg í Sjúkraskrá
sjúklings í undirflokknum Skjöl.

Það eru tvær leiðir til að nálgast skjöl í PMO.

Leið 1
Í gegnum Yfirlitsmyndina. Þar er nóg að smella á Skjöl til þess að opna Skjalagluggann.

Leið 2
Einnig er hægt að opna Sjúkraskrá sjúklings í valmyndinni til vinstri og tvísmella á Skjöl.

Hér birtast rafræn skeyti undir Rafræn samskipti

Hvernig á að senda rafrænar tilvísanir í PMO

Það tekur fimm skref að senda rafræn skilaboð úr PMO. Fyrst þarf að stofna skjalið og velja tegund þess. Því næst er viðtakandi valinn. Að því loknu er innihald tilvísunar skrifað, hakað í Senda og skjalið að lokum vistað. Við það að haka í Senda sendist skjalið sjálfkrafa um leið og það er vistað.

1. Búa til nýtt skjal

Hægt er að fara þrjár leiðir til að búa til nýtt skjal í PMO. Allar þessar þrjár leiðir opna sama gluggan í PMO.

Stysta leiðin er að smella á Nýtt skjal á tækjastikunni efst í PMO.

Önnur leið er að fara inn í sjúkraskrá sjúklings opna Skjöl og smella á Nýtt efst í glugganum vinstra megin og velja Skjal.

Þriðja leiðin er að hægrismella á Skjöl í Sjúkraskrá sjúklings og velja Nýtt.

2. Velja tegund skjals

Þegar nýtt skjal er stofnað í PMO opnast þessi valmynd fyrir tegund skjals.

Hér þarf að smella á plúsinn við flokkinn Rafræn samskipti, velja Rafræn tilvísun og smella á Í lagi.

3. Velja heimilisfang móttakandi stofnunar

Heimilisfanga listinn opnast sjálfkrafa. Allir aðilar sem geta tekið á móti Rafrænum tilvísunum eru geymdir í Kerfis hópnum Rafræn tilvísun #186 í Heimilisfanga hópa glugganum.

4. Skrifa innihalds tilvísunar

Því næst er að filla út eyðublað fyrir Rafræna tilvísun. Í Efni bréfs reitinn er efni tilvísunar skrifað. Í Sjúkdómsgreiningingar hlutan er hægt að velja greiningar sem búið er að gera á sjúklingi í PMO. Einnig er hægt að skrifa athugasemd sem fylgir með greiningunni. Hægt er að senda allt að 6 greiningar í hverju rafrænu tilvísun. Greiningarnar eru valkvæmar svo einnig er leyfilegt að skilja þær eftir auðar.

5. Senda tilvísun

Þegar bréfið er tilbúið þarf að senda það rafrænt. Það er gert með því að haka í Senda og smella á Vista efst í glugganum. Þá er bréfið sent rafrænt um leið.

MIKILVÆGT ER AÐ HAFA Í HUGA AÐ SKJALIÐ ER EKKI SENT RAFRÆNT NEMA HAKAÐ SÉ Í SENDA!

Svo það má alls ekki gleyma að haka í Senda.

Eftir að tilvísun er sent birtist það á sama stað og önnur skjöl í PMO.


Þar er hægt að skoða hvort rafræn tilvísun hafi ekki örugglega verið sent með því að tvísmella á það í Skjalalistanum.

Tilkynningar

Tvennskonar tilkynningar berast notendum í PMO vegna Rafrænna tilvísunar. Annars vegar tilkynningar um villur við sendingu Rafrænna tilvísunar og hins vegar tilkynningar um móttöku Rafrænna tilvísunar. Báðar þessar tegundir tilkynninga birtast á sama stað í PMO.

Tilkynning um villu í sendingu

Hafi eitthvað misfarist við sendingu Rafræna tilvísun fær sendandinn tilkynningu frá Bifröst Samskiptaþjóni með villuskilaboðum tengdum tilvísun sem hann sendi. Berist slík villuskilaboð hefur Rafræn tilvísun EKKI skilað sér til viðtakanda. Ástæður þess geta verið ýmsar. Allt frá kerfisbilun á leiðinni yfir í það að viðtakandi hafni skilaboðum meðvitað.

Tilkynning um villu í sendingu

Þegar Rafræn tilvísun berst frá utanað komandi stofnun og það hefur verið flokkað fær móttakandi tilkynningu um það í PMO frá Bifröst Samskiptaþjóni.

Hvar birtast tilkynningar í PMO

Þegar notandi á óskoðaðar tilkynningar í PMO birtist lítið umslag uppi í hægra horninu í Mín vinna.

Þegar smellt er á umslagið er hægt að skoða ólesnar tilkynningar.

Hér birtast hvoru tveggja tilkynningar um villuskilaboð við sendingu Rafrænna Læknabréfa sem og tilkynningar um móttöku Rafrænna tilvísanir ásamt öðrum skilaboðum innanhúss. Á myndinni hér að ofan eru þrjár ólesnar tilkinnyngar um villu í sendingu Rafrænna læknabréfa. Í þessu tilfelli hefur móttöku stofnun hafnað Rafræna tilvísun vegna þess að kennitala einstaklingsins finnst ekki í þjóðskrá þar sem „Joe Testpatient“ er uppspuni. Til að skoða skilaboðin nánar er hægt að tvísmella á þau.

Þessi gluggi er eins hvort sem um villuskilaboð eða tilkynningu um móttöku er að ræða. Eini munurinn er innihald textans. Neðst í glugganum má svo sjá reitinn Tengd viðhengi. Í honum birtist viðeigandi Rafræn tilvísun hvort sem um sent tilvísun eða móttekið sé að ræða. Með því að smella á Skjal í reitinum og svo á Opna hnappinn má fara beint inn í Rafræna tilvísun.

Updated on February 28, 2023

Was this article helpful?

Related Articles

Leave a Comment