1. Home
  2. PMO fyrir byrjendur
  3. Opna sjúkraskrá/ finna sjúkling

Opna sjúkraskrá/ finna sjúkling

Opnið valmyndina Opna sjúkraskrá/finna sjúkling undir valmyndinni Skrá.

finna_sjukl2

Í reitnum Kennitala verður að slá inn gilda kennitölu.  Á tímum kann því að henta betur að leita eftir nafni eða fæðingardegi sjúklings.

Farðu í reitinn Fæðingardagur með því að nota [Tab] og sláðu inn að lágmarki 6 tölustafi sem samsvara fæðingadagsetningu sjúklings.

Í reitnum Nafn er hægt að slá inn nafnið í heild sinni eða hluta úr nafninu og ýta síðan á Leita.

Takkinn Leita verður virkur þegar dagestningm nafn eða gild kennitala hefur verið slegin inn.

Listi sjúkinga sem uppfylla leitarskilyrðin verður birtur.

Forskoðunarsvæðið, sem opnast með því að smella á litlu tvöföldu örina inni hringnum á myndinni, birtir upplýsingar um þann sjúkling sem valinn er með músinni og mynd, ef hún er til staðar.

Fyrir neðan forskoðunarsvæðið má velja aðra gerð sjúkraskrár en þá sem er sjálfvalin með því að smella á örina. Hvaða sjúkraskrár þú hefur aðgang að er háð þeim aðgangsréttindum sem þér hefur verið veitt.

Sjálfvalið makró, eða vinnuflæði, er einnig hægt að stilla til að hefjast þegar sjúkraskrá er opnuð.  Í dæminu að ofan er Startlisti yfirlit öreininga sem opnast sjálfkrafa.

Ýtið á Í lagi til að opna sjúkraskrá sjúklings.

Sérhæfðir flipar
Eftir því hvaða einingar eru til staðar í kerfinu hjá þér (háð leyfinu), geta verið nokkrir flipar í boði þar sem unnr er að framkvæma sérhæfðari leitir s.s. nemendur (fyrir skólahjúkrun) og Inniliggjandi sjúklingar.

Sjúklingaflipinn er hinn staðlaði flipi sem er aðgengilegur í öllum uppsetningum PMO.

Undir Stillingar – Almennt – Opna sjúkraskrá getur notandi valið annan flipa til að vera sjálfvalinn í valmyndinni Opna sjúkraskrá/finna sjúkling.

Updated on June 16, 2020

Was this article helpful?

Related Articles

Leave a Comment